Velkomin ß www.2015.is

Þúsaldarmarkmið Sameinuðu Þjóðanna

Í september árið 2000, í upphafi nýs árþúsunds, sameinuðust leiðtogar heims í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York á svokölluðum Þúsaldarfundi og samþykktu Þúsaldaryfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Í yfirlýsingunni var ákveðið að stuðla að bættum hag fólks um allan heim á sviði þróunar, fátæktar, öryggis, friðar, umhverfisverndar, mannréttinda og lýðræðis.

Markmiðin eru átta talsins með mælanlegum og tímasettum undirmarkmiðum sem eiga að nást fyrir árið 2015. Töluverður árangur hefur náðst á ýmsum sviðum en margt þarf að gerast til að til að árangur náist á öðrum sviðum fyrir árið 2015.

Ný þróunarmarkmið eru nú til skoðunar hjá Sameinuðu þjóðunum. Mikil vinna fer fram á heimsvísu við mótun nýrra markmiða sem eiga að taka við af Þúsaldarmarkmiðunum. Hér á síðunni má  finna frekari upplýsingar (sjá POST-2015) um markmiðin og þann árangur sem hefur náðst, fréttir, skýrslur og upplýsingar um þá vinnu sem fram fer vegna post-2015.

 1. Eyða fátækt og hungri
   
 2. Tryggja að öll börn njóti grunnskólamenntunar
   
 3. Vinna að jafnrétti kynjanna og styrkja frumkvæðisrétt kvenna
   
 4. Lækka dánartíðni barna
   
 5. Vinna að bættu heilsufari kvenna
   
 6. Berjast gegn alnæmi, malaríu og öðrum sjúkdómum sem ógna mannkyninu
   
 7. Vinna að sjálfbærri þróun
   
 8. Styrkja hnattræna samvinnu um þróun